Fyrsta innsýn í nýjan hugmyndabíl frá Hongqi
E202 EV Concept er eins og er eina nafnið sem við höfum á hugmyndabíl sem Hongqi mun kynna á Shanghai sýningunni eftir innan við mánuð, segir Jon Winding-Sørensen hjá bílvefnum BilNorge, og bíllinn mun bjóða upp á hraðhleðslu eða rafhlöðuskipti og 800 volt.
Stóri rafbíllinn Hongqi E-HS9 er ein nýjasta viðbótin á rafbílamarkaði hér á landi, sen BL hóf nýlega sölu á honum.
Hongqi hefur ekki gefist upp á brunabílum og hefur nýlega sett á markað nýjan, stílhreinan eðalvagn: H6.
Við kynningu á H6 nýlega sagði Qiu Xiandong, forseti FAW Group, að á þessu ári ætti FAW að selja fjórar milljónir bíla. Það er 25 prósent aukning frá 3,2 milljónum í fyrra
Mikill vöxtur
E 202 hugmyndabíllinn verður ekki hluti af þeirri aukningu því sá bíll kemur ekki á markað fyrr en á næsta ári en mun svo sannarlega stuðla að frekari vexti.

Því Qui hefur ekki í hyggju að gefast upp. Hongqi er iðnaðarkraftaverk, sagði hann. Fyrirtækið hefur 65-faldast á aðeins fimm árum, gat hann sagt með tóni sem sagði „og haldið áfram að fylgjast með“.
Ofurhleðsla
Við vitum ekki mikið um E202. Hann mun að sjálfsögðu nota nýju Quilin rafhlöðuna frá CATL, sem augljóslega hefur mikla hleðslugetu: það að bæta við 300 kílómetrum tekur aðeins fimm mínútur.
Engu að síður verður bíllinn einnig smíðaður fyrir rafhlöðuskipti og verður hann með 800 volta arkitektúr.
Hann verður byggður á FME einingagrunni fyrirtækisins sem getur boðið upp á hjólhaf frá 270 til 345 cm. Við höfum ekki hugmynd um hvað þeir hafa valið hér.

Forsmekkur á það sem koma skal
Við vitum heldur ekki hvort þetta bendir í raun og veru til útlitsins, en svona teikningar líta alltaf vel út.
Hér með fullt af LED brellum og framhlið sem gæti passað á Lamborghini V12 jeppa ásamt lögun á hurðarspjöldum og hlið bílsins sem spennandi verður að sjá hvort þeir nái í framkvæmd. Hins vegar er lítið vitað um innréttinguna.
Það sem við getum að minnsta kosti fullyrt er að hann (bíllinn) virðist sem betur fer ekki alveg eins yfirþyrmandi og E-HS9 sem við þekkjum í Noregi, segir Jon Winding-Sørensen hjá bílvefnum BilNorge, og við hér á Bílabloggi höfum einnig fjallað um eftir reynsluakstur .
(Jon Winding-Sørensen – BilNorge)
Umræður um þessa grein