80 einstakir Ferrari óvart „þvegnir“ að innan
Mikill og hátíðlegur hópakstur opinna Ferrari sportbíla hófst formlega í fyrradag, 27. júní, í Maranella á Ítalíu. Um 80 Ferrari Monza SP1 og SP2 taka þátt í Ferrari Cavalcade en ekið er um Ítalíu, Frakkland og Mónakó. Þátttakendur koma víðsvegar að.

Það er víst einstök upplifun að sjá alla fínu opnu sportarana aka saman og fólk eltir hópinn út um allt til að skoða rándýra bílana og taka myndir.

Þetta byrjaði samt á óheppilegu atviki. Já, það má eiginlega segja bæði óheppilegu og óheyrilega klaufalegu atviki.

Þegar til stóð að aka eftir Fiorano kappakstursbrautinni gerði hundleiðinlegt veður.

Fínu bílarnir stóðu úti og þar sem ekkert þak er á bílunum lítur út fyrir að þeir hafi fengið óumbeðinn vatnsþvott. Myndbandið tók mikill „bíla-spottari“. Hann átti auðvitað ekkert að vera að sniglast þarna og má sjá hvar starfsmaður kemur hlaupandi til að banna honum að kvikmynda.
Jæja, vonandi er skaðinn ekki óheyrilegur en ekki lítur þetta vel út…
Fleira um Ferrari:
Rod Stewart fyllir upp í holurnar
Bílakokkurinn síbölvandi: Gordon Ramsay
Bílaflutningabílar frá Ferrari affermdir
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein