6 hjóla rafbíll með 1.000 km drægni
Bandaríska fyrirtækið Hennessey, hefur sýnt skissur af því sem verður fyrsti rafbíll þess. Hann verður sexhjóla og yfir 2.000 hestöfl.
Að mati danska bílablaðsins BilMagsinet hefur bandaríska vörumerkið, Hennessey, hefur alltaf verið með lausa skrúfu.
Með kjörorðunum „Við gerum hraðvirka bíla hraðari“ hefur vörumerkið útbúið ofurbíla með fáránlegu magni af hestöflum, smíðað sturlaða sexhjóla skrímslabíla og búið til einhverja villtustu afkastabíla í heimi.
Þess vegna var það fullkomlega ásættanlegt þegar vörumerkið kynnti Project Deep Space í lok síðasta árs – sexhjóla rafbíl með plássi fyrir fjóra fullorðna.
Hennessey fjögurra manna ofur-rafbíll
„Þetta er ekki ofurbíll, heldur fjölskyldubíll“
Brjálaði bílaunnandinn á bakvið Project Deep Space heitir John Hennessey og útskýrir fyrir breska fjölmiðlinum Autocar að hann hafi lengi velt því fyrir sér hvernig þeir ættu að takast á við rafbreytinguna til notkunar í ofurbíl eða sportbíl.
“Ég var að bíða eftir því að rafhlöðutæknin yrði betri og léttari, en hún er ekki nóg ennþá. Fyrir tveimur og hálfu ári hugsaði ég, hvað ef þyngdin væri ekki málið? Hvað ef fyrsti rafbíllinn okkar væri ekki ofurbíll?”
Þannig er Deep Space ekki ofurbíll heldur í GT-flokki með nóg pláss fyrir fjóra, jafnvel einn liggjandi, í sex metra langa ofurfjölskyldubílnum.
Yfir 2.000 hö og yfir 1.000 km
Hvað varðar aflrásir eru þeir hjá Hennessey yfirleitt metnaðarfullir. Deep Space verður að slá út samsvarandi bensíngerðir með kerfisafköst yfir 2.000 hö.
Sjálfir segjast Hennessey gera ráð fyrir um 400 hö pr hjól – í grundvallaratriðum 2.400 hö samtals.
Bíllinn notar aftasta, auka hjólasettið sem auka veggrip, svo að mörg hestöflin fari ekki upp í reyk.
Aukalengdin, sem því nær yfir 6 metra, gefur einnig aukapláss fyrir stærri rafhlöðu, ef tekið er tillit til keppenda. Hennessey telur að stóra rafhlaðan geti einnig veitt yfir 1.000 km drægni á hverja hleðslu.
Hvenær kemur Deep Space fram á sjónarsviði?
Eins og áður hefur komið fram stefnir Hennessey á frumsýningu einhvern tímann árið 2026. Fyrir þann tíma verður bíllinn hins vegar framleiddur til prufu í fullri stærð og við fáum þá væntanlega líka forsýningu á hlutum eins og innréttingunni áður en loksins verður hægt að kaupa bílinn.
Eða, í grundvallaratriðum, það er hægt að kaupa bílinn nú þegar – þú þarft aðeins að eiga yfir 317 milljónir íslenskra króna, ef þú vilt Hennessey Deep Space þegar hann kemur.
Það kaupir einnig aðgang að einkaklúbbi Deep Space eigenda sem verða 105 þegar allir bílar eru seldir.
Enn sem komið er er aðeins einn meðlimur – sami maður og keypti fyrsta Venom F5, þegar hann var forsýndur á Pebble Beach. Sá hefur einnig forpantað stóra lúxusrafbílinn.
Þetta kann að hljóma eins og vísindaskáldsaga en hugleiddu bílana sem Hennesey hefur þegar sent á markaðinn, en þar á meðal eru sexhjóla pallbíll með yfir 1.000 hestöflum og hinn geggjaða Venom F5, sem hefur yfir 1.800 hestöfl!
(fréttir á vef BilMagaseinet og Autocar)
Umræður um þessa grein