- Volkswagen ID. Buzz 2023 er í prófunum í vetrarakstri í snjónum á Norðurlöndunum og nú er nánast enginn felulitur eftir.
Þegar við vorum að vafra á bílavefslóðum var eins og margar bílavefsíður hafi heillast af því sama: Það voru að birtast „njósnamyndir“ af Volkswagen ID. Buzz sem er rafmagnaður arftaki gamla VW „rúgbrauðsins“!
Með límband aðeins yfir merkin er þetta skýrasta útlitið til þessa á væntanlegum rafknúnum fólksflutningabíl Volkswagen, sem á að koma á markað í Evrópu árið 2022.
Bíllinn er á fimm arma álfelgum með nýju útliti, næstum eins og Mk5 Golf GTI, og það er rennihurð á hvorri hlið.
Þessi frumgerð virðist hafa tvö hleðslutengi, þar sem annað er á vinstri framhliðinni og hitt á hægri hlið að aftan. Aftari flipinn virðist hylja hleðslutengið, en það er óljóst hvað minni framhliðin hylur.
Volkswagen kynnti nýlega ID. Buzz samhliða opinberum kynningum á ID.5 og ID.5 GTX en að vísu þá í regnbogafelulitum.
(Vefsíða CarExpert og ýmsar bílavefsíður)
Og hér má sjá myndband af VW ID.Buzz í vetrarprófunum:
Umræður um þessa grein