2022 árgerð GMC Hummer rafbílsins: Það sem við vitum núna
- Mikið hefur verið fjallað um fyrsta rafmagns pallbíll GM, og hvernig hann muni líta út, og skoðum það aðeins nánar.
Allt frá því að GM hætti framleiðslu á bensínháknum sínum, Hummer, árið 2010, byrjuðu strax vangaveltur um endurkomu bílsins, hugsanlega með annarri og sparneytnari drifrás, í minni útgáfu og fleira í þeim dúr.
En ekki fyrir svo löngu, eða árið 2014, fóru að berast fréttir af því að rafdrifin útgáfa ofurjeppans væri í pípunum. Já í alvöru!. En núna er þetta farið að skýrast aðeins eftir níu ára hlé, kemur hann aftur á táknrænan hátt – að þessu sinni undir merki GMC, og sem fullur rafmagnspallbíll. Ekki er vitað um öll smáatriðin enn sem komið, þar sem fyrirtækið er að halda nokkrum lykilatriðum leyndum þar til opinber frumsýning á sér stað. En það eru nokkur lykilatriði sem komið hafa fram á erlendum bílavefsíðum.

Vitað er að GMC Hummer rafbíllinn mun vera með meira en 1.000 hestöfl og 15.590 Newton metra tog. Það þýðir að pallbíllinn ætti að geta komist á 100 km/klst á um það bil 3,0 sekúndum. Hinn nýi Hummer lofar einnig að vera tilbúinn til akstursá vegum og á vegleysum, og verður smíðaður í Bandaríkjunum. Rafbílsútgáfa Hummers verður smíðaður í Hamtramck verksmiðju GM í Detraoit.
Í dag er reiknað með að 2022 árgerð GMC Hummer rafbílsins verði frumkynnt í haust áður en hann kemur í sölu seint á árinu 2021.

Hvað er hér á ferðinni?
Þetta er endurvakning GM á hinu „geymda“ vörumerki Hummer til að reyna að koma honum á markað á ný á grunni gamalla gilda. Aðeins í þetta sinn er Hummer kynntur sem GMC, og frekar en með V8-drifrás, þá notar þessi útgáfa rafhlöðupakka í staðinn.
GMC lofaði upphaflega „pallbíl“ en margir voru ekki vissir hvort það þýddi öflugan sportjeppa, hefðbundinn pallbíll eða eitthvað þar á milli. Góðu fréttir eru: bíllinn nýi er er hvort tveggja. Nýjasta kynningarmyndbandið sem GMC sendi frá sér sýnir glögglega hefðbundinn farþegabíl með fjórum hurðum og stuttum palli, svo og hefðbundinn jeppa. Við vitum líka af myndbandinu að Hummer rafbíllinn mun hafa opið þak.
Við vitum líka að hann mun bæði geta verið á vegum og vegleysum, eins og flestir bílar frá GMC. Og með því að GMC tryggir öflugan AT4 valkost fyrir öll ökutæki í framboði sínu, þá er enn öflugari Hummer mögulegur. En ekki má búast við því alveg strax.
Hvernig lítur hann út?
Fyrsta útlitið á nýja Hummer kom fyrst í ljós í auglýsingu á Super Bowl boltaleiknum í Bandaríkjunum. Framendinn sýndi sex teina grilla (eins og á H2 og H3) þar sem hver stafur orðsins „HUMMER“ var afmarkaður innan þess, upplýstir eiginleikar og ferningslaga LED framljós. Neðar á myndinni sást stóra loftrás, „GMC“ merki staðsett efst til hægri og öflug frambretti.

En nýjustu kynningarmyndböndin eru aðeins meira afhjúpandi og veita betri sýn á heildar lögun komandi pallsbíls.
Nýja myndbandið sýnir Hummer-rafbílinn bæði sem hefðbundinn pallbíl og öflugan jeppa, með stóra og grófa hjólbarða og einstaka hönnun á felgum. Bílavefsíðurnar hafa keppst við að búa til sína sýn á það hvernig endalega útgáfan mun líta út, en við verðum að bíða eftir því að sjá lokaútlitið enn um sinn.


Hvað er undir vélarhlífinni?
Því miður, ólíkt gamla Hummer þá er þessi er ekki með V8. Hummer GMC verður fullkomlega rafknúinn og býður upp á allt að 1.000 hestöfl og 15.590 Newton metra tog, það er það sem fyrirtækið vitnar í. Með því að nota allt að þrjá rafmótora með ýmsum akstursstillingum segir GMC að Hummer rafbíllinn ætti að geta komist á 96 km/klst (60 mílur) hraða á aðeins 3,0 sekúndum.
Hann er talsvert fljótari en upprunalegi Hummar var og þannig mun bíllinn jafnvel keppa við marga nútímalega ofurbíla.
Hvert er akstursviðið á rafmagni og ending rafhlöðunnar?
Fyrirtækið hefur ekki gefið út neinar opinberar upplýsingar um hluti eins og akstursvið og líftíma rafhlöðunnar, en vitað er að með nýju Ultium rafhlöðum GM, þá ætti þetta að vera bæði öflugt og skilvirkt. Ultium rafhlöðurnar með skilvirkasta hætti geta skilað allt að 644 km aksturssviði og bjóða upp áhraðhleðslugetu. Ekki búast við að rafmagnsútgáfa Hummer muni hafa það mikið aksturssvið samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðum, en GM segist þó ætla að 800 volta rafhlöðupakkar verði í öllum pallbílum þeirra sem hægt er að hlaða með 350 kílówatta hleðslustöð.
Hvar verður hann smíðaður?
GMC mun smíða nýja Hummer rafbílinn í Bandaríkjunum, í Hamtramck samsetningarverksmiðju GM í Detroit í Michigan. Þetta samsvarar fréttum sem benda til þess að GM muni smíða nýja Hummer rafbílinn samhliða nýja Cadillac Escalade.
Hversu mikið mun bíllinn kosta?
GMC gaf engar vísbendingar um hve mikið Hummer rafbíllinn gæti kostað. En við skulum geta sér til. Komandi Rivian R1T pallbíll kostar minna en 69.000 dollara eða 9,3 milljónir króna í Bandaríkjunum. Tesla Cybertruck verður aðeins hagkvæmari og sagður vera nálægt 40.000 dollurum eða um 5,4 milljónir króna. Og núverandi bensínknúinn GMC Sierra pallbíll kostar um það bil 30.000 dollara til að byrja með (um 4 milljónir króna) fer í allt að 54.700 dollara í Denali-gerð (um 7,4 milljónir króna).
Örugglega má segja að GMC Hummer rafbíllinn muni kosta um 70.000 dollara, eða svo segir til dæmis vefsíðan motor1.com. Denali og AT4 gerðir (ef þær koma) væru líklega aðeins dýrari.
Hvenær verður bíllinn í boði?
GMC kynnti þennan Hummer fyrst í ofurskálinni 2020 og áætlað var að afhjúpa bílinn betur þann 20. maí. Hins vegar varð heimsfaraldur kórónavírus til þess að GMC frestaði frumsýningu Hummer rafbílsins þar til síðar á þessu ári. En við munum sjá nýja GMC Hummer rafbílinn formlega í haust, og reiknað er með að hann komi í sölu seint á árinu 2021 sem 2022 árgerð.
(byggt á ýmsum vefsíðum þar á meðal motor.com og car and driver)
Umræður um þessa grein