2021 VW Golf R kemur í ljós á næstu dögum
- Allt bendir til þess að aflið verði ágætt
VW var að senda frá sér nýja mynd til að kveikja áhugann á hinum nýja Golf R sem mun verða frumsýndur þann 4. nóvember næstkomandi, ef allt gengur upp á þessum síðustu og versti Covid-tímum Myndin sýnir afturhlerann á Golf R. Hún sýnir nýja „R“ merkið beint undir VW merkinu. Vísbending er um vindskeið sem sést líka efst á myndinni. Allt annað verður að bíða eftir frumsýningu bílsins sem áætluð er 4. nóvember.

Nægt afl? – já sennilega
Hvað varðar afl, hafa fyrri fréttir bent til tveggja útgáfa af R. Grunngerði mun vera 328 hestöfl. Þar fyrir ofan gæti verið Golf R Plus sem er væntanlega næstum 400 hestöfl. Fjórhjóladrif mun nánast örugglega snúa aftur, þó að fréttir hermi að R verði aðeins fáanlegur með tvískiptri sjálfskiptingu að þessu sinni.
En við munum segja nánar frá Golf R eftir frumsýninguna
Umræður um þessa grein