2021 Porsche 911 Turbo S frumsýndur og er sá fljótasti og öflugasti hingað til
-hann er hraðskreiðari en fyrri kynslóð GT2 RS
Porsche er ekki að láta hömlulausa útbreiðslu á kórónaveiru eyðileggja það að koma fram með nýja bíl. Nýi 911 Turbo S sem áætlað var að frumsýna á nú aflýstri bílasýningu í Genf, hefur verið frumsýndur á netinu með rausnarlega 60 hestafla getu umfram forvera sinn.
Staðsettur efst í vaxandi 911 framboði, Turbo S staðfestir sína tilveru með öskrandi 3,8 lítra flatliggjandi sex strokka túrbó, með 640 hestöfl og 800 Nm togi.
Strokkarnir sex snúa fjórum hjólum í gegnum Turbo-sértæka átta gíra sjálfskiptingu og þeir skjóta coupe-bílnum úr núlli í 100 km á 2,6 sekúndum. Það er tíunda hluta úr sekúndu fljótari en 700 hestafla GT2 RS afbrigðið af síðustu kynslóð 911.
Áhugamenn sem panta Turbo S sem blæjubíl missa þann tíunda hluta úr sekúndu, en þeir hjá Autoblog telja ekki að þeir muni taka eftir því.
Hemladiskar úr kolefnis-keramik og 10 stimpla framhemlar eru að stöðva Turbo S. Porsche hannaði það ekki eingöngu fyrir beina hraða.
Bíllinn þarf að svara eins vel í akstri og í hröðun, svo verkfræðingar gerðu afturvænginn stærri til að bjóða upp á viðbótarafl til jarðar. Hann er breiðari en síðasti Turbo S, um 4,5 cm að framan og 1,8 cm að aftan, meðan alhjóladrifskerfi bílsins sendir allt að 498 Nm tog til framhjóla þegar þess er þörf. Hugbúnaður og vélbúnaðar hjálpa virkri fjöðruninni við að halda veltuhreyfingu í skefjum, sem leggur grunn fyrir meiri beygjuhraða og svörun í stýri. Að öllu sögðu ætti Turbo S að líða enn stöðugar en forveri hans á hlykkjóttum vegi og ofurlímdur við jörðu á þriggja tölu hraða.
Bílaáhugamenn þurfa að fylgjast með stórum afturvængnum og felgunum, sem mælast 20 tommur að framan og 21 tommur að aftan.
Útlitshönnuðir bættu einnig við virkum loftrásum í framstuðarann og báðar aftanbrúnirnar og þeir bjuggu til rétthyrndan útblástur sérstaklega fyrir Turbo S. Þótt hann líti út eins og kappakstursbíll, þá er hann ekki þannig þaegar ekið er í borgarumhverfi, segja þeir hjá Autoblog.
Listinn með staðalbúnaði inniheldur 18 vega stillanlegt sæti þakið leðri, 10,9 tommu snertiskjá og Bose hjómtæki.
Porsche mun halda áfram að stækka svið 911 á næstu árum. Þó að það sé erfitt að spá nákvæmlega um hvað næst, þá er vitað núna að Targa, GTS, Turbo, GT3 og GT3 RS eru allt bílar sem bíða nýrra arftaka og það er ekki of langsótt að ætla að við sjáum að minnsta kosti einn þeirra fyrir lok ársins 2020. Við myndum ekki útiloka að sjá annan GT2 RS á næstu misserum og sögur eru á lofti um hybrid eða tengitvinngerð.
(byggt á Autoblog)
Umræður um þessa grein