2021 Jeep Wrangler og Renegade Islander koma með vortilfinningu
- Fleiri gerðir af sérútgáfum halda áfram að streyma hjá Jeep í Ameríku
Vorið er að koma hjá þeim í Ameríku og það má meðal annars greina á því að Jeep er að senda frá sér nýjar „sumarútgáfur“ af jeppunum sínum. Og nafngiftin á þessum sérútgáfum er skemmtileg fyrir okkur, því þeir hjá Jeep kalla þær „Islander“ (sem þýðir að sjálfsögðu „eyjabúinn“ en við, sjálf „jeppaþjóðin“, tökum að beint til okkar
Já, Jeep Islander afbrigðin eru að koma í bæinn. Við höfðum frétt að Wrangler 2021 og Renegade 2021 myndu fá afbrigði af Islander, en nú eru þetta opinberar upplýsingar og myndir komnar.
Fyrsta skipti Renegade Islander
Við munum byrja með Renegade, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Jeep notar Islander á þenan litla jeppa. Útlitspakkinn inniheldur Tiki Bob húddmerki, svört sæti með áklæði með ísaumuðu „Islander“ lógó og Surf Blue sauma út um allt. Þú hefur möguleika á að fá Alpine White málað þak til að vera í andstöðu við einhvern af þessum fjórum litum: Bikini, Jetset Blue, Glacier og Omaha Orange.
Renegade Islander kemur einnig með 19 tommu felgum, lykillausu aðgengi, fjarstýringu og stóru sólþaki. Framhjóladrif er staðalbúnaður, en þú getur einnig valið fjórhjóladrif. Í Ameríku byrjar verðið á 29.025 dollurum, sem er um 3,7 milljónir ISK (innifalið 1.495 $ ákvörðunargjald) og hækkar frá því.
Wrangler Islander kemur aftur eftir 11 ár
Wrangler Islander snýr aftur eftir 11 ára frí. Þessi gerð er byggð á Sport S útliti og er hægt að fá bílinn í annað hvort tveggja dyra eða fjögurra dyra gerð.
Rétt eins og Renegade færðu Tiki Bob merkið á vélarhlífina. Bíllinn kemur einnig með hvítum þriggja hlutai „hardtop“, keramikhvítu miðjustykki og svörtum stólum með tauáklæði með útsaumuðum Islander-merkjum og bláum saumum.
Rubicon 17 tommu felgur og Rubicon grindarvörn eru staðalbúnaður. Þar að auki er Islander Plus pakki sem bætir við Mopar griphandföngum, klæðningu í farmrýmið, heilum toppi og Tiki Bob varadekkshlíf úr dúk.
Þú getur fengið Wrangler Islander í fjölda af mismunandi litum: Billet Silver, Black, Chief, Granite Crystal, Bright White, Firecracker Red, Hellayella, Sarge Green, Snazzberry og Sting-Grey. Verð fyrir tveggja dyra byrjar á 34.865 dollurum, sem er um 4,4 milljónir ISK hjá þeim í Ameríkunni og fjórar hurðir á 38,365. Dollara eða um 4,85 milljónir ISK. Bæði Wrangler og Renegade Islander sérútgáfan eru fáanleg núna, segja þeir hjá Jeep í Ameríku.
Þessi frétt á auðvitað við um þá sem eru á markaði í Bandaríkjunum, en bara „Islander“ nafnið var nóg til þess að okkur fannst sniðugt að segja frá þessu hér. Hver veit nema strákarnir hjá Ísband geti febgið einn „Islander“ jeppa í salinn í Þverholtinu í Mosó?
(Byggt á frétt á Autoblog)
Umræður um þessa grein