2021 Ineos Grenadier: nýi jeppinn verður opinberaður 1. júlí
- Nýlegar felumyndir af frumgerðinni í akstri sýna jeppa sem er klassísk hönnun innblásin af gamla góða Land Rover Defender
Við birtum hér á vefnum á dögunum myndir af nýja Ineos Grenadier jeppanum í reysluakstri, að vísu í felulitunum, en núna segir Autocar að bíllinn verði frumsýndur í vikunni, nánar til tekið miðvikudaginn 1. Júlí.
Auðmaðurinn Jim Radcliffe, ríkasti maður Bretlands og sem keypt hefur fjölmargar jarðir á Norðausturlandi til að vernda íslenska laxastofninn er komin á fullt í bílaiðnaðinum og er á fullu að framleiða „alvöru arftaka“ Land Rover Defender-jeppans. Bíllinn sem kallast Grenadier eða „fótgönguliðinn“ verður settur saman í verksmiðjum Ineos í Bridgend í Wales,
Kynntur í vikunni
Ineos mun afhjúpa þennan nýja jeppa, miðvikudaginn 1. júlí, aðeins nokkrum dögum eftir að framleiðsla sérstakrar frumgerðar sást í fyrsta skipti.
Njósnamyndir frá því fyrr í þessum mánuði, og við birtum einnig á dögunum. sýndu prófanir á frumgerð í prófunarstöð á Bretlandi.
Þrátt fyrir að við vissum að þetta væri alvöru torfærubíll sem þróaður var með innblæstri frá upprunalega Land Rover Defender, staðfesta myndirnar að kassalaga form bílsins er til staðar. Að framan af getum við líka séð svip á fyrstu útgáfur af Mercedes-Benz G-Wagen. Ný kynningarmynd frá fyrirtækinu sýnir vélarhlíf í Defender-stíl með loftinntökum og áberandi festingum.
Skýrasti innblásturinn frá Defender er að framan, þar sem Grenadier virðist deila sömu rúnnuðu framljósum og láréttri hönnun á grillgrind hönnun.
Fyrr á þessu ári var röð af myndböndum sýnd á vefsíðu Ineos. Áhorfendur fengu ítarlegt yfirlit yfir grindarhlutann í Grenadier og fjöðrun að framan og aftan.
Ineos hefur þegar staðfest að það muni nota nýjustu 3.0 lítra beina-sex BMW bensín- og dísilvélar BMW og verða framleiddar í nýrri verksmiðju í Bridgend í Wales.
Verkfræðistofan Magna Steyr, sem sér um framleiðslu á Mercedes-Benz G-Class, Jaguar I-Pace og Toyota GR Supra, mun aðstoða við að koma 4×4 í framleiðslu.
Núna er bara að bíða og sjá hvernig þessi nýi jeppi muni líta út í smáatriðum.
Umræður um þessa grein