2021 Ineos Grenadier: fyrsta frumgerðin komin í prófanir í dulargervi
- Fyrsta sýn á þessa frumgerð sýnir harðgerðan 4×4 er með klassískri hönnun innblásinni af gamla Land Rover Defender
Við höfum áður fjallað um Grenadier-jeppann, sem Sir Ian Ratcliffe, sem við þekkjum betur vegna þess að hann á nokkrar laxveiðijarðir á norðausturlandi, ætlað að smíða í Ineos-verksmiðjum sínum í Wales.
Ineos Grenadier, sem brátt verður afhjúpaður, hefur sést í fyrsta skipti í ljós á njósnamyndumn í dulbúnri frumgerð og það er bílavefurinn Autocar sem upplýsir okkur um þetta.
Myndir náðust af bílnum á stað sem lítur út eins og vel falin prófunarstöð í Bretlandi, þetta er fyrsta sýn á grunngerð þessa nýja jeppa á undan væntanlegri afhjúpun á næstu vikum.
Þrátt fyrir að við vissum að þetta væri alvöru torfærubíll sem þróaður var í sama anda og upprunalegi Land Rover Defender, staðfesta myndirnar að yfirbyggingin sýnir að þetta verður alvöru jeppi. Horft að framan getum við líka séð svip á fyrstu útgáfu af Mercedes-Benz G-Wagen.
Skýrasti innblásturinn frá Defender er að framan, þar sem Grenadier virðist vera með sömu kringlóttu ljósin og lárétta hönnun á grilli. Að aftan sést minn; frumgerðin hefur enga bakrúður, sem bendir til annaðhvort mikils dulargerfis eða að þetta sé frekar gerð með vörupalli.
Fyrr á þessu ári var röð af myndböndum bak við tjöldin sýnileg á vefsíðu Ineos. Áhorfendur fengu ítarlega sýn á grindarhlutann í Grenadier og öxla ásamt fram- og aftan fjöðrun.
„Stigagrind er eina leiðin til að smíða rétta 4×4 torfærutækið,“ sagði yfirverkfræðingur fyrir samþættingu smíði jeppans, Andreas Albrecht. „Við erum ekki að smíða grindarlausan bíl því við erum ekki að byggja sportjeppa (SUV)“.
(Autocar)
Umræður um þessa grein