2020 árgerð af Dodge Challenger SRT Super Stock er næstur því að vera Dodge Demon
Jafnvel þó að Dodge Demon væri hugsaður sem sem einstök útgáfa og bara til í einni árgerð sem alvöru amerískur “muscle car” (kraftmikill götubíll) hefur Dodge komið með nýja útgáfu af bílnum svo fleiri geti notið.
Í fyrstu tóku Dodge menn Hellcat Redeye og tjúnnuðu Demon vélina aðeins niður fyrir hann eða frá 840 hestöflum niður í 797 hestöfl og kölluðu Hellcat Redeye. Nú bjóða þeir 2020 árgerð af Dodge Challenger sem þeir kalla SRT Super Stock.
Sá bíll er í raun Hellcat Redeye en með örlítið fleiri hestöflum og sérstökum spyrnu dekkjum og sérstilltri fjöðrun sem á að færa hann einu skrefi nær Demon skrímslinu.
Vélin er í raun sú sama „supercharged” 6.2l Hemi V8 eins og í Redeye en með smá fiffi varðand stillingu vélarinnar hafa þeir náð að auka hestöflin um 10 eða upp í 807 hestöfl en togið er það sama eða 707 pund-fet (959,6Nm).
Á vélina var sett sama 8 gíra sjálfskiptingin og Redeye bílnum en hún hefur líka verið fiffuð í stillingum og skiptir sér nú 100 snúningum seinna eða í 6.400 snúningum í stað 6.300 snúninga í Redeye til að kreista eins mikið afl út úr hverjum gír og mögulegt er. Mismunadrifið að aftan er eining með tregðulæsingu og er staðalbúið með 3.09:1 hlutfalli tannhjóla.
Super Stock bíllinn fær einnig uppfærslu á undirvagnshlutum. Í staðinn fyrir Hellcat Brembo sex arma bremsum að framan er settur léttari fjögurra arma Brembo bremsum með aðeins minni diskum – allt til að ná meiri hraða á spyrnubrautinni. Fjöðrunin hefur einnig verið endurbætt til að færa smá þyngd á afturhjólin til að bæta spyrnugetuna í startinu. Í Track Mode (spyrnuham) er fjöðrunin stíf í báðar áttir að aftan en stíf niður að framan og fer svo mjúkt til baka. Bíllinn notar þessa stillingu svo lengi sem fullt afl er gefið en fer í venjulegan spyrnuham við minnkun inngjafar.
Lokapúslið í heildarmyndinni eru síðan felgur og dekk. Hinar risastóru felgur Redeye bílsins hafa verið verið teknar út og í staðinn voru settar 18 tommu felgur undir SRT Super Stock bílinn. Á þær eru settar NItto NT05R spyrnuhljólbarðar en þau eru sömu gerðar og frá sama framleiðanda og hjólbarða Demon bílsins – allt til þess að ná meiri spyrnu á brautinni. Þetta eru líka einu sjáanlegu merki þess að bílinn sé Super Stock – öll önnur merking bílsins er eins og á Hellcat Redeye.
Dodge heldur því fram að bíllin sé um 3.25 sekúndur úr 0-60 mílur og tíminn á kvartmílunni sé 10.5 sekúndur.
Í ljósi þess mun hann koma þremur bíllengdum á undan Hellcat Redeye í mark á kvartmílubrautinni. Hámarkshraði er reyndar ekki nema 168 mílur á klukkustund (270,3km/klst) en það er einungis vegna þess að dekkin takmarka meiri hraða.
Það er því eitthvað til fyrir alla úr smiðju Dodge ef menn hafa misst af Hellcat Redeye bílnum þegar hann kom út. Dodge SRT Super Stock er án efa ekki síðri?
Byggt á grein autocar.com
Umræður um þessa grein