Sex öxlar, tólf hjól og tvö til viðbótar. Þá erum við komin með pýramída gott fólk! Stóra spurningin sú hvort hægt sé að aka pýramída.
Hérna er eitt það skemmtilegasta og jákvæðasta myndband sem ég hef séð í lengri tíma. Það er gott að líta aðeins upp úr dumbungi og hörmungum heimsins, gefist þess kostur.
Ein frábær leið til þess að hugsa um eitthvað skemmtilegt (ekki endilega „fallegt“ í þessu tilviki) er t.d. að horfa á þennan dásemdar-karl sem útskýrir allt sem hann er að brasa í kringum þessa Lödu. Lödu sem hann ætlar að gera að fjórtán hjóla monster truck.
Þetta myndband (fyrra myndbandið – það er nefnilega framhald sem skýrist þegar þar að kemur) er í lengri kantinum og því datt mér í hug að benda á að óþolinmóðir geta rúllað inn á sjöundu mínútu. En þeir missa þá af ýmsu misgáfulegu!
Garage 54 og fjórtán hjóla Lada Monster truck, gjörið svo vel!
Tíu dögum síðar kom í ljós að ekki þurfti að æða alla leið til Noregs til að prófa „tryllitækið“ því Rússland er jú voða stórt land og alveg hægt að finna landslag sem hentar til hvers kyns prófana. Og það gerðu þeir:
Umræður um þessa grein