10 söluhæstu tegundir eftir markaði
Toyota í efsta sæti árið 2022, VW nr. 2
Skoda var númer 3 á meðan Kia skautst fram úr Dacia í topp 5.
Toyota-gerðir komu 54 sinnum fram í „topp 10“ á 30 mörkuðum í Evrópu í 12 mánuði.
Það var vegna þess að Toyota var með fimm gerðir með tveggja stafa útkomu í „topp tíu“ sölutölum á þeim 30 mörkuðum sem Automotive News Europe og Dataforce fylgjast með.
Japanski bílaframleiðandinn var stöðugt með útkomuna 50 skipti eða fleiri stóran hluta ársins og náði í 57 skipti að vera á topp tíu eftir níu mánuði og 52 skipti eftir sex mánuði, samkvæmt Dataforce.
Volkswagen var í öðru sæti með 37 sinnum í „topp tíu“ á eftir systurmerkinu Skoda með 31 skipti.
Kia og Dacia áttu í harðri baráttu allt árið en kóreska vörumerkið endaði með því að hafa betur merð 27 gegn 26 eftir 12 mánuði.
Peugeot átti 19 skipti á „topp 10“ á meðan Hyundai átti 17, samkvæmt tölum Dataforce.
Þegar kemur að bílunum með flestar staðsetningar var Skoda Octavia fremstur með 14, Dacia Duster (13) og Kia Sportage (12).
Tvær gerðir Toyota voru jafnar með 11 staðsetningar – Corolla og Yaris – en sex gerðir jafnar með 10 staðsetningar hver.
Það er líka athyglisvert að Tesla Model Y var með jafnmarga „topp 10“ útkomur á síðasta ári og Opel/Vauxhall Corsa (7), og að fullrafmagnaður VW ID.4 kom álíka mörgum sinnum á lista. Á eftir komu síðan VW Golf, Volvo XC40 og Peugeot 2008 með fimm.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein