10 bestu og 10 vandræðajálkar
Árið 1986 birti Þjóðviljinn bráðskemmtilega samantekt á 10 bestu bílunum „fyrr og síðar“ og 10 mestu vandræðajálkunum. Þetta er þýðing á samantekt sem blaðamaðurinn Hans Werner gerði og birtist hún í þýska vikuritinu Stern.
Tók Werner fram að valið á bílnum væri eingöngu miðað við gagnsemi bílanna fyrir vanalegan notanda, en glæsikerrum, eins og Rolls Royce, Bugatti og slíkum væri sleppt.
Þetta er spaugilegt í dag, rúmlega 35 árum síðar, þegar nánast hver kerra á listanum kostar drjúgan skilding. Já, og sumt af því „versta“ er nú býsna eftirsótt!
Hér kemur þýðingin á samantektinni. Birtist hún þann 1. júní 1986 í Þjóðviljanum en því miður kemur ekki fram hver íslenskaði svona hressilega. Kannski lesendur viti það?
Við byrjum á þeim bestu:
1.VW. bjalla
Á fimmtíu árum var 21 milljón bíla af þessari gerð smíðuð og enn er saga hans ekki öll. Talið er að sjö milljónir af „bjöllunum” séu enn á ferðinni og í þróunarlöndunum renna þeir áfram spánnýir fram af færiböndunum.
2. Ford T-módelið
Frá 1908 til 1927 voru 15 milljónir af þessum svonefndu „Tin Lizzies” framleiddar. Frá 1913 voru þeir byggðir á færiböndum. Vélin var aðeins 20 hestöfl. Um langt árabil var verðið um 290 dollarar. Með T-módelinu hófst fjöldaframleiðslan á bifreiðum.
3. Citroén 2 CV
Þessi franski „fólksvagn” hefur verið smíðaður í fimm milljónum „eintaka” frá árinu 1948 og enn er hann á ferðinni. Þessi sparneytni og dugmikli smábíll þýkir bjóða upp á þægindi sem ökumenn lítilla bíla kunna vel að meta.
4. Austin Mini
Þetta undratæki, – Hvað mikið rými snertir, – sem hönnuðurinn Alec Issigonis teiknaði var fyrsti smábíllinn með framhjóladrifi og þverliggjandi vél. Sex milljónir bíla hafa verið smíðaðar frá 1959.
5. Fiat Topolino
Þessi smábíll sem fyrst var smíðaður 1936 og síðan með ýmsum breytingum til 1948 var smábíll sem um leið reis þó vel undir því að kallast ekta bíll. Hann var 3,22 metrar að lengd með tveimur sætum og fjórgengisvél, 13 hö og náði 87 km hraða.
6. Austin Seven
Þessi enski „fólksvagn” (1922-1939) var líka framleiddur á leyfum í öðrum löndum og náði afar mikilli útbreiðslu. Í Þýskalandi hét hann BMW Dixi, í Frakklandi Rosengart, Bantam í Bandaríkjunum og meira að segja í Japan var hann framleiddur undir nafninu Datsun.
7. Opel Olympia
Þessi mjög svo vinsæli miðstéttarbíll markaði sín spor í sögu bifreiðanna. Þetta var sjálfberandi að öllu leyti úr málmi og hófst fjöldaframleiðsla 1935. Áður hafði grindin skipt meginmáli.
8. Mercedes 260 D
Þetta var fyrsti fólksbíllinn sem framleiddur var með dieselvél, en hann kom á markað 1936. Hann var með 45 ha vél og eyddi ellefu lítrum á hundraði. Í fyrstu voru það einkum leigubílstjórar sem keyptu hann og veruleg útbreiðsla kom ekki til sögu fyrr en eftir stríð.
9. Citroen DS
Sá „guðdómlegi”, eins og hann var kallaður, birtist árið 1955 og þótti sæta tíðindum í bifreiðaiðnaðinum, eins og fyrirrennari hans, „Traction Avant“. Loftmótstaðan var lítil, hann var með vökvafjöðrun og hækkaði sig eða lækkaði eftir aðstæðum, var búinn vökvastýri og með tvöfalt hemlakerfi.
10. Porsche 911
Þetta er hinn sígildasti af sportbílum sem um getur því þótt á honum væru gerðar ýmsar breytingar þau 22 ár sem hann var við lýði tókst aldrei að breyta honum gagngert, heldur var hann um síðir alveg lagður á hilluna, en hefur nú verið vakinn til lífsins á ný.
Þá er komið að „vandræðajálkunum“ sem þýðandi skreytti með áhrifaríkum lýsingarorðum og öðru!
1. Ford Edsel
Mesti vandræðagripurinn í sögu bifreiðanna. Vegna ófagurra lína, nefhlífar sem minnti á ónefnanlegt líffæri og lítils stöðugleika á vegi hlaut Ford Edsel mikla gagnrýni frá upphafi. Ford tapaði á þessum bíl um 150 milljónum dollara.
2. DeLorean DMC
Mesta blekkingin í bifreiðasögunni. Þessi fólksbíll með vængjadyrnar varð til þess að hinn fyrrum forstjóri hjá GM tapaði hundruðum milljóna í gin skattheimtunnar. Hann flúði til Bandaríkjanna, þar sem hann var eftirlýstur fyrir fíkniefnabrot.
3. Citroén Birotor
Í lok sjöunda áratugarins eyddu Frakkar stórfé í að gera vél sem hafði snúða í staðinn fyrir bullur. Verksmiðja var reist og byggöur tilraunabíll, 260 Ami-8, sem reyndur var á vegum um allt Frakkland. En allt rann þetta ævintýri út í sandinn.
4. Mercedes 130 H
Þegar fyrir daga VW-bjöllunnar hafði Daimler Benz þróað smábíl með vél að aftanverðu. En hann þótti ógurlega rasssíður og var tekinn úr umferð árið 1936.
5. Borgward 2,3 I.
Ári áður en Borgward-verksmiðjurnar fóru á hausinn byggðu þær glæstan bíl með loftfjöðrun. Aöeins 2500 bílar voru þó smíðaðir áður en starfsemi framleiðandans var fyrir bí.
6. Glaserati
Tískuframleiðandinn Hans Glas byggði 300 mjög laglega bíla undir þessu nafni árið 1966. Þeir voru með V-8 vél, 150 hö og náðu 150 km hraöa. En dæmið gekk ekki upp og senn voru verksmiðjurnar sameinaðar BMW.
7. Zundapp Janus
Þetta var smábíll sem var þannig hannaður að farþegar sneru bökum saman, þ.e. þeir í aftursætinu horfðu út um afturrúðuna. Ekki líkaði fólki þetta fyrirkomulag og árið 1958 hvarf þetta viðundur að fullu og öllu.
8. VW411
Þetta risabam VW-verksmiðjanna fæddist fyrir tímann, en það var árið 1968. Fékk það auknefnið „langnefur” í munni manna. Endurbætt gerð, VW-412 gat ekki forðað því að úr þessu varð mesta „fíaskó.”
9. BMW Touring
Þessi þriggja dyra bíll með ská-baki og farangursrúmi, sem notast gat til annarra hluta, eins og nú er vinsælt, kom á markað 1971. Hanmn var hins vegar á undan sinni samtíð og hafa BMW verksmiðjurnar aldrei þorað að framleiða bíl með skábaki síðan.
10.VW Porsche 914
Þessi blendingur sem VW og Ferrari verksmiðjurnar stóðu að verð að aðhlátursefni almennings og stundum kallaður „fólksporsche.” Það var aldrei litið á bílinn sem neinn Porsche, enda var hann þróaður fyrir VW fyrst og fremst. Sögu hans lauk 1974.
Þessu skylt:
1971 VW Porsche 914
Skringileg bílkríli fortíðar
Bílarnir 216 í Tinnabókunum
Neðanjarðarsafn með „bubblu-bílum“ og ótrúlegum hlutum
[Ljósmyndir eru úr öðrum greinum Bílabloggs sem vísað er í hér fyrir ofan]
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein